RBS Manx rally

img_0431Nú eru Danni og Ísak komnir út á eyjuna Mön sem staðsett er í Írlandshafi þ.e. í sundinu á milli Írlands og Bretlands og eru þeir þar til að taka þátt í einu erfiðasta malbiksralli sem til er í heiminum! Er þetta rall þekkt fyrir einstaklega erfiðar leiðar sem eru mjög hlikkjóttar, þröngar, ójafnar, með stöðugt breytanlegu malbiki, litlum lækjum, mjög hröðum köflum, óútreiknanlegu veðri (það getur verið sitthvort veðrið í upphafi leiðar og lok leiðar) og því einu orði erfiðar leiðar sem bíða þeirra.

Þetta verður þeirra fyrst alvöru malbiksrall þannig að ekki ráðast þeir á garðinn þar sem hann er lægstur heldur er stokkið beint út í djúpulaugina (þar sem hún er allra dýpst) og verður það verðugt verkefni að reyna að klára þessa keppni og alls ekki auðvelt að ná árangri á þessum framandi slóðum. Kannski hefur Steingrímur Ingason getað gaukað að þeim einhverjum góðum ráðum en hann er að ég held eini Íslendingurinn sem tekið hefur þátt í þessu ralli áður en hann keppti árið 1991 á Opel Corsa Gr.A með 1600 vél og var hann í nokkuð góðri stöðu þar til að einn af víðfrægum veggjum þessarar keppni fór að þvælast fyrir bílnum og lauk keppni Steingríms þar á staðnum með skemmdan stýrisbúnað.

Þeir Danni og Ísak eru með rásnúmer 41 og eru í aftari hluta rásraðarinar og sem dæmi þá er David Bogie sem er viðmiðið með rásnúmer 18!

001rbs07024Með rásnúmer 1 verður goðsögnin Kenny McKinnstry en hann hefur unnið þessa keppni oftar en nokkur annar eða alls 5 sinnum og kemur hann til með að reyna við 6. sigur sinn. Vert er að geta þessu sem ekki vita að Kenny McKinstry er ekkert skildur Steina McKinnstry sem við þekkjum enda eflaust aldrei stigið heldur uppí Tomcat...... að auki er enn áhugaverðara að geta þess að Kenny McKinstry er rétt við sextugs aldurinn en sýnir það að menn geta verið lengi í þessu sporti ef hugurinn stendur til þess. Spurning hvort að ekki verð ýtt við Jóni Ragnars til að koma og keyra sjálfur í einhverjum sérvöldum keppnum hérna heima þó ekki væri nema til að skemmta sér og Ísaki.....


Hirvonen sigrar í Jórdaníu.

Vá þvílíkt rall.

080427_jmlÞað fór eins og margir voru búnir að spá, ekkert nema óvænt atvik út í gegn og ekkert þó meira heldur en óheppni heimsmeistarans, Sebastians Loeb, sem lenti í árekstri við annann keppenda á ferjuleið og til að toppa fáranleikan þá var þetta þar að auki liðsfélagi hans Conrad Rautenbach hjá Citroen!

Sá keppandi sem stendur samt upp úr eftir þessa keppni að mínu mati er Dani Sordo hjá Citroen sem leiddi megnið af keppninni en þurfti samt á lokaleiðunum að gefa eftir og láta sigurinn eftir Hirvonen sem er búinn að keyra allt að því óaðfinnanlega þessa keppni og því vel að sigrinum kominn. Þriðji er ástralinn Chris Atkinson á Subaru og er þetta fjórða keppni ársins sem hann skilar sér á verðlaunapall og hefur hann sýnt mikinn styrk og verið duglegur að safna stigum fyrir Subaru liðið sem bíður spennt eftir nýjum bíl sem verður samt líklega ekki tekinn í notkun fyrr en á miðju ári eða í Finnska rallinu í ágúst. Petter Solberg var hins vegar ekki jafn heppinn en á föstudag bilaði hægri framdempari hjá honum og þegar glussinn lak úr demparanum og á bremsurnar kviknaði í Subaru bílnum og því kláraði hann ekki allar leiðar föstudagsins og svo á laugardeginum þegar hann endurræsti þá velti hann bílnum og hætti þá keppni.

080426_llÍ fjórða sæti er Henning Solberg á Stobbart Ford og liðsfélagi hans Matt Wilson er í því fimmta en megnið af keppninni hefur Wilson verið á undan Solberg en á leið nr. 19 sprengdi hann dekk og varð að stoppa og skifta um. Í sjötta sæti er Villagra á enn einum Fordinum og í áttunda sæti og jafnframt síðasta sætinu sem gefur ökumönnum stig er Jari-Matti Latvala en á sérleið nr.18 skemmdi hann afturhjólabúnað og tapaði 10 mínútum og þar með fauk einnig forusta hans í rallinum en allt þar til þetta gerðist var hann í hörku slag við Hirvonen og Sordo um sigur í þessu ralli. 

Í áttunda sæti er Gigi Galli á sjötta Fordinum og í níunda sæti er Al-Qassimi sem einnig ekur um á Ford Focus. Síðasti bíll í topp tíu er heimsmeistarinn sjálfur en Loeb hefur á lokadeginum keyrt sig upp um 10 sæti en var í 20. sæti eftir óhappið í gær og sækir stig sem geta ráðið úrslitum í keppni framleiðanda í lok árs.

080427_sogJ-WRC

í J-WRC var það hinsvegar frakkinn Sebastian Ogier á Citroen C2 sem stóð upp sem sigurvegari en keppnin fór ekki vel af stað fyrir hann þar sem hann var að glíma við vélarvandræði á fyrsta keppnisdegi en átti svo þrumu dag í gær og var hann búinn að vinna sig upp í 2. sæti í J-WRC fyrir lokadaginn en Svíinn Sandell á Renault Clio leiddi með tæpum 2 mínútum inní lokadaginn en Sandell keyrði útaf og arfleiddi því Ogier af sigrinum. Írinn Shaun Gallagher á Citroen C2 varð annar og Gilles Schammel frá Luxemborg varð þriðji en hann ekur um á Renault Clio R3. Ogier sem sigraði einnig í Mexíkó hefur forystu í stigakeppninni með 20 stig og annar er Gallagher með 11 stig og í þriðja sæti er eislendingurinn Jaan Molder sem keppir á Suzuki með 8 stig en hann velti bíl sínum á næst síðustu leið þessa ralls og hætti keppni.

Lokastaðan er eftirfarandi.

1.

3

Mikko HIRVONEN

4:02:47.9

0.0

0.0

2.

2

Dani SORDO

4:04:03.6

+1:15.7

+1:15.7

3.

6

Chris ATKINSON

4:07:47.4

+3:43.8

+4:59.5

4.

8

Henning SOLBERG

4:10:23.7

+2:36.3

+7:35.8

5.

16

Matthew WILSON

4:13:29.6

+3:05.9

+10:41.7

6.

9

Federico VILLAGRA

4:14:10.1

+40.5

+11:22.2

7.  +2

4

Jari-Matti LATVALA

4:15:03.5

+53.4

+12:15.6

8.

7

Gigi GALLI

4:15:12.3

+8.8

+12:24.4

9.  -2

14

Khalid AL-QASSIMI

4:21:53.6

+6:41.3

+19:05.7

10.

1

Sebastien LOEB

4:26:26.0

+4:32.4

+23:38.1


40. sigurinn í Jórdaníu ???

Eftir rétt um viku verður keppt i fyrsta skipti í Jórdaníu í heimsmeistarakeppninni í ralli. Ef Sebastian Loeb sigrar þar verður þetta 40. sigur hans á ferlinum en hann er þegar lang sigursælasti ökumaðurinn sem hefur keppt hefur í heimsmeistarkeppninni.

421247

Bætir hann við einum sigri í viðbót?


Bakaradrengur .... bakaradrengur....

Einn er sá ökumaður sem ég álít núorðið að skili ávalt bílnum sínum í góðu standi inní hvert keppnistímabilið á fætur öðru en það Pétur S. Pétursson, aka Pétur bakari.

Eftir að hafa séð hvernig gamla framdrifs Corollan mætti í fyrstu keppni síðasta árs og eins eftir að hafa heyrt að endursmíði Evo6 bílsins sem hann keypti af Danna í lok síðasta árs, verð ég að segja að hann virðist vera fullur metnaðar, með alltof mikinn tíma sem hann veit ekki hvað hann á að gera við eða að hann sé búinn að fá fullan skilning á því að rallýbílar þurfa að vera VEL undirbúnir fyrir átök sumarsins - nema að þetta sé blanda af öllu því sem ég nefndi hér á undan. Allavega sýndi það sig mjög vel í fyrra þegar Corollunni (leyfi ég mér að fullyrða) var ekið mun hraðar en hún hefur átt að venjast og nánast ekið bilana frítt í gegnum sumarið að góður undirbúningur fyrir fyrstu keppni skilar mönnum mun betri árangri yfir sumarið og sá undirbúningur kemur líka svo fram í því að mun minni tími fer í viðhald og reddingar yfir sumarið þegar menn eiga hvort sem er að vera að hugsa um eitthvað annað en skrúflykla og varahluti.

Eitt er það sem ekki má sleppa þegar rætt er um árangur Péturs á síðasta ári en það er hraðastillirinn í hægra sætinu. Heimir Snær Jónsson sýndi það vel í fyrra hvað góður aðstoðarökumaður hefur mikið að segja og verð ég að taka að ofan fyrir honum í fyrsta lagi fyrir að þora í upphafi að sitja í bíl með Pétri :-) og í öðru lagi að hafa tamið og hamið villidýrið í vinstra sætinu.....

Ef til vill verður Pétur spútnikinn í ár, það verður bara að koma í ljós í lok árs en allvega hef ég fulla trú á að þessi mikli undirbúningur þeirra komi til með að skila sér vel og svo hefur einnig heyrst að Pétur kunni að aka mjög hratt.........

Bíð ég spenntur eftir að sjá hvernig þessi bíll lítur út í dag og ætla ég að reyna að kíkja í skúrinn hjá honum og Heimi á næstunni og sjá hvernig þeir standa að þessu og kanski lauma ég myndavél með þannig að fleiri fái að sjá árangur erfiðis þeirra.

jak_8550_large

Evo6 verður ekki allveg svona þreittur í fyrstu keppni þessa árs

Mynd: Þessari mynd er samviskusamlega stolið af síðunni hans Danna en það er JAK sem smellti þessari af.


Pirelli International Rally

pirelli_rally_2007_2987Um næstu helgi fer fram fyrsta umferð Bresku meistarakeppninar og er þetta 50. árið sem Breska meistarkeppnin er haldin. Ekki eru leyfðir WRC bílar í þessari keppni en samt eru 50 keppendur sem eru skráðir til leiks að þessu sinni. Efstur á ráslista er Guy Wilks en hann varð meistari á síðasta ári en þá réði Mitsubishi hann til að aka einum af Evo 9 bílum sínum og keyrir hann einnig fyrir Mitsubishi í ár en næstur er Mark Higgins og keppir hann á MG S2000. Þarna verða einnig ökumenn eins og Juha Hanninen, David Higgins, Patrick Flodin, Stuart Jones og Phillip Morrow. Allt eru þetta þrautreyndir ökumenn á mjög öflugum bílum og því æsispennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á laugardaginn en þessi keppni hefst á föstudag. Keppnin fer fram í Kielder skóginum sem er á milli Englands og Skotlands og er gjarnan kallaður "Killer Kielder" af þeim sem hafa keppt þar - Danni getur sagt ykkur allt um það eftir síðustu keppni sína í veldi Elísabetar Englandsdrottningar!

Keppnisalmannak Bresku meistarkeppninar 2008

18/19 April - Pirelli Rally - Carlisle
24/25 May - Jim Clark Rally - Kelso
17/18/19 July - Rally Isle of Man - Douglas
22/23 August - Ulster Rally - Armagh
27 September - Rally Yorkshire - Pickering
28/29/30 November - Wales Rally GB - Cardiff

 


N1 Evo 7

Siðasta laugardag fór ég ásamt þeim félögum Jóni Bjarna og Borgari til að reynsluaka nýja bílnum og er alveg ljóst að eftir þennan akstur að það hefur ekki þurrkast út brosið á þeim ennþá enda virkaði bíllinn vel og stóð undir þeim væntingum sem gerðar voru. Höfðu þeir orð á því að þessi bíll væri að virka á allt annan hátt heldur Subaru bíllinn sem þeir óku á síðasta ári og virðast þeir reiðubúnir til að takast á við Sigurð Braga, Óskar Sól og aðra sem eiga eftir að standa í topp baráttunni þetta árið.

Evo7 N1

Svona lítur nýji bíllinn út

Hægt er að skoða vefsíðu þeirra á slóðinni: www.evorally.com

 


Nú er maður stoltur

c_documents_and_settings_ibm_my_documents_my_pictures_new_folder_3_silverstone_2005_025Þeir félagar Daníel og Ísak kláruðu í gær Bordercounties rally í 14. sæti yfir heildina og það sem meira er, í 5. sæti í Evo-challange. Þessi keppni fór fram við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem ekki er allveg komið vor í veldi Elísabetar bretadrottningar og snjóaði á nokkrum leiðum og voru leiðarnar því mjög hálar enda fengu okkar menn að kenna á því á annari leið þegar þeir lentu aðeins utanvegar og festu sig. Við þessa óvæntu lautarferð töpuðu þeir ca. einni og hálfri mínútu ásamt því að síðar í keppninni hafi þeir einnig verið allnokkuð tæpir á bremsunum en ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi verið vel vaknaðir í morgunsárið því þeir tóku 5. besta tímann overall á fyrstu leið og virtist sem Daníel ætlaði að standa við stóru orðin en hann var búinn að lýsa því yfir að nú yrði ekið til sigurs. Ekki er ég búinn að heyra í þeim félögum eftir ævintýri helgarinnar en greinilega setti þessi óvænta lautarferð strik í reikninginn og náðu þeir ekki aftur sama dampi eins og á fyrstu leið hvort sem það var bíllinn sem var að stríða þeim eða að menn hafi einfaldlega ákveðið að hægja aðeins á fyrst sigur í Evo-challange var út úr myndinni. Samt sem áður tók Daníel upp fyrri siði og ákvað að létta bílinn inná sérleið og fjarlægði annan spegilinn af bílnum sem var reyndar siður sem hann tók uppá í fyrra! Einhver spurði númer hvað þessi spegill var en því getur einhver varahlutasali í Bretlandi áreiðanlega svarað enda skilst mér að hann lagt inn stóra pöntun á speglum fyrir þetta ár strax í gær þegar hann sá að Daníel fór ekkert betur með þennan bíl frekar en sjöuna í fyrra.....

Næsta keppni fer fram í mai á malbiki á eyjuni Mön og er því erfitt verkefni sem bíður okkar manns enda íslenskir rallarar ekki vanir að vera þenja sig mikið á tjöruni en við höfum fulla trú á okkar manni.

sig05

Þetta er það sjónarhorn sem við viljum að hans andstæðingar sjái sem oftast...


Skotland - 2. leið

Eitthvað hefur komið uppá á þessari leið en þeir tapa miklum tíma, rúmum 2 mínútum, og falla niður 23. sæti yfir heildina og 11. sæti í Grúbbu N!

Bíðum frekari frétta.


Og þá er það Skotland

sig05Núna áðan hófu Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson keppni í Bordercountiesrally í Skotlandi sem er önnur umferð í bresku "national" keppninni og það sem meira er þá er þetta einnig önnur umferð í Evo Challange keppninni sem þeir félagar taka þátt í. Eftir að hafa sett nýjan gírkassa gírkassa í bílinn, en gírkassinn gaf sig í síðustu keppni, og svo prófað bílinn í gær þá eru þeir ánægðir með útkomuna og stefnan sett á sigur í Evo Challange í dag.

 Og nú er kominn tíminn á fyrstu leið.

Og nú er staðið við stóru orðin. Fimmti besti tími overall á fyrstu leið, þriðji besti tími í Grúbbu N og annar besti tími í Evo challange, heilum 0,6 sekúndum á eftir David Bogie sem vann Evo challange í Rally Sunseeker! Og ekki nema 4,5 sekúndum frá besta tíma overall en það er Mark Higgins á MG S2000 sem tók besta tíman á þessari fyrstu leið.

Hægt er að fylgjast með tímum á slóðinni: http://www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_08/border_08/1/stage/tindex.html


Staðan eftir Rally Argentína

Svona er staðan hjá ökumönnunum eftir 4 keppnir:

1.

F flag S. LOEB

30

2.

FIN flag M. HIRVONEN

25

3.

AUS flag C. ATKINSON

22

4.

FIN flag J. LATVALA

16

5.

I flag G. GALLI

11

6.

E flag D. SORDO

9

7.

N flag P. SOLBERG

9

8=

B flag F. DUVAL

5

8=

ZW flag C. RAUTENBACH

5

10.

ARG flag F. VILLAGRA

5

Og svona er staðan hjá framleiðendum:

1.

ford flag BP FORD ABU DHABI WORLD RALLY TEAM

44

2.

citroen flag CITROEN TOTAL WRT

41

3.

subaru flag SUBARU WORLD RALLY TEAM

33

4.

ford flag STOBART VK M-SPORT FORD RALLY TEAM

22

5.

ford flag MUNCHI'S FORD WORLD RALLY TEAM

10

6.

suzuki flag SUZUKI WORLD RALLY TEAM

6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband