30.3.2008 | 16:01
Rally Argentína - Lokastaðan
En og aftur hefur Sebastien Loeb verið sá ökumaður sem gerði enginn mistök, ók hratt þegar hann þurfti og í framhaldi af því unnið Rally Argentína 2008 - fjórða árið í röð. Þeir eru ekki margir ökumennirnir í þessari keppni sem hafa farið í gegnum hana stór áfalla laust en fyrir utan Loeb þá eru það Atkison sem endaði annar í þessari keppni, Sordo sem var þriðji og svo Andreas Aigner sem sigraði í P-WRC.
Þessi dagur hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig hjá Subaru en Petter Solberg stoppaði á fyrstu leið í dag með bilaðan bíl og svo hafa topp ökumenn þeirra í P-WRC, þeir Toshi Arai og Nasser Al-Attyah einnig dottið út vegna bilana á lokaleiðunum. En ekki er allt svo illt að ekki boði eitthvað gott. Þetta er þriðja keppnin í ár sem Atkinson skilar sér á verðlaunapall og eins er eftirtektarvert hvað Jari Ketomaa gerir góða hluti en hann tvöfaldur finnskur meistari í rallakstri.
Bæði Sordo og Rautenbach keyra þessi keppni af öryggi en takið eftir muninum! Heilar 16 mínútur á milli 3. sætis og 4. sætis og báðir á eins bíl...... þarna kemur greinilega fram hvað reynslan skilar miklu en Rautenbach er á sínu fyrst ári á WRC bíl þrátt fyrir að hafa allnokkra reynslu eftir keppni í J-WRC síðustu ár. Hirvonen gerir ágætlega með að klára fimmti eftir það sem á undan er gengið og því dýrmæt stig sem hann fær bæði fyrir sig og liðið. Þrátt fyrir að hafa endað í 15. sæti fær Latvala einnig stig fyrir Ford liðið.
Efstu þrír bílarnir í P-WRC eru einnig inní topp 10 í þessu ralli og er þetta fyrsti sigur Andres Aigner í P-WRC.
Hérna er lokastaðan:
1. | 1 | Sébastien LOEB | 5:05:48.6 | 0.0 | 0.0 |
2. | 6 | Chris ATKINSON | 5:08:21.8 | +2:33.2 | +2:33.2 |
3. | 2 | Daniel SORDO | 5:09:53.3 | +1:31.5 | +4:04.7 |
4. | 17 | Conrad RAUTENBACH | 5:25:52.1 | +15:58.8 | +20:03.5 |
5. | 3 | Mikko HIRVONEN | 5:31:03.9 | +5:11.8 | +25:15.3 |
6. | 9 | Federico VILLAGRA | 5:33:30.6 | +2:26.7 | +27:42.0 |
7. | 7 | Gigi GALLI | 5:33:40.4 | +9.8 | +27:51.8 |
8. | 41 | Andreas AIGNER | 5:34:47.9 | +1:07.5 | +28:59.3 P-WRC |
9. | 60 | Sebasitán BELTRÁN | 5:35:53.5 | +1:05.6 | +30:04.9 P-WRC |
10. | 46 | Jari KETOMAA | 5:37:41.2 | +1:47.7 | +31:52.6 P-WRC |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 13:30
Rally Argentína - staðan eftir 2. dag keppninnar
Nú hef ég loksins smá tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur um þessa keppni.
Loeb átti gærdaginn. Hann byrjaði daginn með 1:30 í forskot og endaði með forystu uppá 1:20. Þetta var þrátt fyrir erfiðar aðstæður en mikil drulla er á vegunum þó ekkert hafi ringt í gær. Sagði Loeb að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar á fyrstu 4 leiðum gærdagsins en aðstæður hafi verið mun betri þegar þessar sömu leiðar voru eknar aftur í seinni partinn.
Subaru liðið heldur 2. og 3. sætinu og er það Petter Solberg sem leiðir Atkinson liðsfélaga sinn en Solberg tók 2. sætið með fanta akstri á fyrstu leið í gær en eftir það virtist sem Atkinson væri sáttur við hlutskifti sitt og er nú allnokkur munur á þeim félögum.
í 4. sæti er Dani Sordo á Citroen C4 en hann eyddi megninu af gærdeginum í prufa nýjan fjöðrunarbúnað fyrir Citroen liðið þar sem hann gat ekki náð Subaru dúettinum fyrir framan sig og enginn sem gat náð honum. 5. er Conrad Rautenbach en hann ekur einnig Citroen C4 en þetta er einungis 2. keppni hans á C4 bílnum
Hirvonen er í 6. sæti og hefur hann unnið sig upp um 19 sæti en hann var í 25. sæti eftir föstudaginn eftir að hafa leitt keppnina í byrjun en hann varð fyrir því að skemma stýrisbúnað á Focus bíl sínum á föstudaginn og tapaði við það miklum tíma.
7. er Andreas Aigner á Mitsubishi Lancer Evo9 (samskonar bíl og Daníel keppir á í Bretlandi) og leiðir hann jafnframt P-WRC en er þetta til marks um erfðar aðstæður því 14 WRC bílar hófu keppni og eru því 8 WRC bílar fyrir aftan hann!
Nú styttist í fyrstu tíma lokadagsins en einungis 3 leiðar eru eknar í dag. Hér fyrir neðan er staðan á fyrstu 10 bílunum eftir gærdaginn en þá var 18 leiðum lokið. Takið eftir gríðarlegum mun á 4. sæti og 5. sæti...........
1. | 1 | Sébastien LOEB | 4:28:16.5 | 0.0 |
2. | 5 | Petter SOLBERG | 4:29:36.1 | +1:19.6 |
3. | 6 | Chris ATKINSON | 4:30:25.0 | +2:08.5 |
4. | 2 | Daniel SORDO | 4:31:48.8 | +3:32.3 |
5. | 17 | Conrad RAUTENBACH | 4:46:16.6 | +18:00.1 |
6. | 3 | Mikko HIRVONEN | 4:53:01.0 | +24:44.5 |
7. | 41 | Andreas AIGNER | 4:53:43.7 | +25:27.2 |
8. | 9 | Federico VILLAGRA | 4:54:09.9 | +25:53.4 |
9. | 39 | Nasser AL-ATTIYAH | 4:54:34.8 | +26:18.3 |
10. | 60 | Sebasitán BELTRÁN | 4:54:50.4 | +26:33.9 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2008 | 18:46
Rally Argentína - staðan eftir 5 leiðir
Váááááá, Mikko Hirvonen fékk eitthvað annað í morgunmat heldur en aðrir keppendur því hann tók 48 sekúndum betri tíma heldur næsti maður á fyrstu leið sem aðeins var 18 km!! Annar var Latvala og þriðji var Loeb. Mikil og þykk þoka var á þessari leið ásamt því að keppendur fengu enga millitíma sem greinilega sýndi að menn voru mismikið vaknaðir. Á annari leið velti Latvala Fordinum og stöðvaðist hann upp við tré þannig að áhorfendur þurftu að velta honum aftur til baka og svo þurfti hann að komast aftur inná veginn en 9 mínútur höfðu tapast og hann fallið niður í 30. sæti. Ekki var bíllinn mikið skemmdur því þegar á næstu leið tók hann besta tíma og hífði sig upp í 21. sæti. Í viðgerðarhléi eftir fjórar leiðar leiddi Hirvonen Loeb með 50,8 sekúndum og hafði Loeb orð á því að bilið væri of mikið til að hann gæti náð Hirvonen. P-G Anderson á Suzuki hefur þann vafasama heiður að hafa fallið fyrstur úr leik en bíllinn bilaði 4 km frá fyrstu leið þannig að hann hefur ekki ekið 1 km á sérleiðum þessa ralls
Svona var staðan á 10 efstu eftir 4 leiðir, en það átti eftir að breytast.
1. | 3 | Mikko HIRVONEN | 55:54.1 | 0.0 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | 56:44.9 | +50.8 | +50.8 |
3. | 6 | Chris ATKINSON | 57:27.9 | +43.0 | +1:33.8 |
4. | 5 | Petter SOLBERG | 57:58.0 | +30.1 | +2:03.9 |
5. | 7 | Gigi GALLI | 58:09.9 | +11.9 | +2:15.8 |
6. | 2 | Daniel SORDO | 58:13.1 | +3.2 | +2:19.0 |
7. | 9 | Federico VILLAGRA | 59:39.9 | +1:26.8 | +3:45.8 |
8. | 8 | Henning SOLBERG | 59:45.7 | +5.8 | +3:51.6 |
9. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 1:00:12.4 | +26.7 | +4:18.3 |
10. | 16 | Matthew WILSON | 1:00:28.0 | +15.6 | +4:33.9 |
Á fimmtu leið breyttist allt. 8 km frá endamarki 5.leiðar ók Hirvonen útaf, skemmdi hjólabúnað og fór ekki lengra. Á sömu leið skemmdi Henning Solberg einnig hjólabúnað og hefur hann líka hætt keppni. Ekki er enn vitað hvort bílarnir séu það mikið skemmdir að þeir geti ekki ræst aftur á morgun en það kemur í ljós í fyrramálið.
Svona er svo staðan á 13 efstu eftir 5 leiðir.
1. | 1 | Sébastien LOEB | 1:11:36.2 | 0.0 | 0.0 |
2. | 6 | Chris ATKINSON | 1:12:30.9 | +54.7 | +54.7 |
3. | 5 | Petter SOLBERG | 1:13:03.0 | +32.1 | +1:26.8 |
4. | 2 | Daniel SORDO | 1:13:15.7 | +12.7 | +1:39.5 |
5. | 7 | Gigi GALLI | 1:13:31.7 | +16.0 | +1:55.5 |
6. | 9 | Federico VILLAGRA | 1:15:09.7 | +1:38.0 | +3:33.5 |
7. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 1:15:44.9 | +35.2 | +4:08.7 |
8. | 16 | Matthew WILSON | 1:15:59.6 | +14.7 | +4:23.4 |
9. | 10 | Luis PÉREZ COMPANC | 1:16:42.8 | +43.2 | +5:06.6 |
10. | 17 | Conrad RAUTENBACH | 1:19:19.5 | +2:36.7 | +7:43.3 |
11. | 41 | Andreas AIGNER | 1:19:44.0 | +24.5 | +8:07.8 |
12. | 59 | Marcos LIGATO | 1:20:16.0 | +32.0 | +8:39.8 |
13. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:21:14.8 | +58.8 | +9:38.6 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 08:37
Rally Argentína - shakedown
Mikil rigning er í Argentínu og er spáð rigningu þar um helgina. Þetta kemur niður á tímum og kemur rásröð til með að ráða miklu en allir ökumenn eru "hard" Scorpion dekkjum frá Pirelli en mjúk dekk myndu henta betur við þessar aðstæður. Þetta gerir það að verkum að vegir eiga eftir að grafast nokkuð hratt og hafði Petter Solberg orð á því að hans besti tími hafi komið í fyrstu ferð og strax í annari ferð hafi hann verið 4 sekúndum hægari!
Svona eru tímar úr shakedown:
1. P. Solberg, Subaru: 2:37.6
2. Loeb, Citroen: 2:38.0
3. Hirvonen, Ford: 2:38.9
4. Latvala, Ford: 2:39.5
5. H. Solberg, Ford: 2:40.7
6. Galli, Ford: 2:40.9
7. Atkinson, Subaru: 2:42.6
8. Villagra, Ford: 2:44.6
9. Wilson, Ford: 2:45.6
10. Gardemeister, Suzuki: 2:46.1
11. Perez-Companc, Ford: 2:46.3
12. Sordo, Citroen: 2:47.1
13. Andersson, Suzuki: 2:49.5
14. Rautenbach, Citroen: 2:55.6
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 08:57
FIA fréttir - framtíð WRC
Nýlega samþykkti FIA framtíðina fyrir WRC. Frá og með árinu 2011 verða WRC bílar byggðir á Super 2000 bílunum og Gr. N eins og við þekkjum þá í dag með viðbættri túrbínu og afturvæng. Túrbínuna og vænginn verður að vera hægt að setja á bílinn innan tímamarka sem ekki hafa enn verið skilgreind. Þessir nýju WRC bílar meiga taka þátt þegar á árinu 2009 og meiga skora stig árið 2010 og svo eins og að framan segir verða eingöngu þeir sem telja árið 2011.
Að auki breyttu þeir núverandi reglum um takmarkanir á þeim hlutum sem keppnislið meiga nota yfir keppnistímabilið en þetta á bara við um ný keppnislið / framleiðendur. Þessar reglu breyting tekur þegar gildi og ætti því að koma sér vel fyrir Suzuki eftir vélavandræði þeirra.
Reglubreiting kemur sér vel fyrir Suzuki liðið
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 11:18
Rally Argentína - aðdragandi keppninar
Þá er komið að Rally Argentína, sem fer fram um næstu helgi.
Eftir keppnina í Mexíkó hafa keppnisliðin verið að undirbúa þessa keppni og sennilega ekkert þeirra meira en Suzuki liðið sem misti báða bíla sína í síðustu keppni vegna véla vandræða. "Monster" Nobuhiro Tajima, sem er liðstjóri þeirra, segir að búið sé að leysa vélavandræði þeirra og með þeim breytingum sem búið er að gera á vélinni komi þetta vandmál ekki til með hrjá þá meir. Toni Gardemeister telur að þó hann sé ekki búinn að keppa í Argentínu rallinu síðustu 2 ár þá komi það ekki að sök þar sem eknar verða nánast sömu leiðar og eknar voru síðast þegar hann keppti þar. P-G Anderson hefur aftur á móti litla sem enga reynslu af þessu ralli en hann hefur sýnt að hann hefur hraðan og tel ég að hann muni koma á óvart þegar líður á árið.
Latvala ætlar svo auðvitað að keyra fulla ferð og hefur ekkert verið að spara yfirlýsingar þar um. Liðsfélagi hans, Mikko Hirvonen, leiðir heimsmeistarakeppnina og telur að hann muni ekki tapa jafn miklum tíma eins og í Mexíkó á að vera fyrsti bíll á vegi en hann hefur sagt að hann hafi lært dýrmæta lexíu á keppninni í Mexíkó og að vera fyrsti bíll á vegi í Argentínu hafi minni áhrif en í Mexíkó! Ford liðið leiðir einnig stigakeppni framleiðanda.
Citroen mætir með nýtt útlit (birti myndir af bílnum um leið og ég finn þær) en Red Bull hefur bæst í hóp samstarfsaðila þeirra (sponsor er svo leiðinlegt orð) og verður frábært að sjá hvað Loeb og Sordo munu gera í slagnum við Ford og Subaru í þessari keppni en eftir árangur Atkinson í Mexíkó er ekki hægt að afskrifa Subaru liðið en jafnframt var Solberg (frændi Sigga) með mjög góðan hraða þar til öxull gaf sig.
Það er ljóst að þessi keppni verður bara frábær og reikna ég með einu manni sem gæti komið skemmtilega óvart en það er Gigi Galli sem ekur fyrir Stobbart Ford liðið!!
Um leið og tímar koma frá "shakedown" koma birti ég þá og svo reyni ég að henda inn upplýsingum um gang keppninar og stöðu eftir því tími minn leyfir um næstu helgi.
Svona lítur Citroen C4 WRC bíllinn út í dag
Íþróttir | Breytt 27.3.2008 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 11:05
2 bílar skipta um eigendur
það sást til tveggja manna á ferð á Reykjanesbrautinni í gær þar sem þeir voru að aka "nýju" rallbílunum sínum en það voru Guðmundur Höskuldsson og Valdimar J. Sveinsson sem voru á heimleið með Subaru bílana sína. Guðmundur hefur þannig gengið frá kaupunum á bláa bílnum sem Valdimar var á í fyrra og Valdimar hefur keypt hvíta bílinn sem Fylkir var á í fyrra!
Valdimar á núna þennan.
og Guðmundur á þennan.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 10:59
Rally Argentína - PWRC
Nú líður að Rally Argentína fari fram en keppnin verður haldinn daganna 27.-30. mars næstkomandi en auk þess að vera fjórða umferð heimsmeistarkeppninar þá er þetta einnig önnur umferð í P-WRC sem var nú bara kallað grúbba N í gamla daga. Fjórtan WRC bílar mæta í þessa keppni ásamt 23 bílum sem keppa í PWRC en alls eru 62 bílar sem mæta í þessa keppni.
Öll verksmiðjuliðin þ.e Citroen, Ford, Subaru og Suzuki senda sína bíla í þessa keppni en ásamt þeim sendir Stobbart Ford liðið 3 bíla og Munchi Ford sendir 2 bíla og Simbabve ökumaðurinn Conrad Rautenbach mætir einnig á Citroen C4 en hann er eini ökumaðurinn á WRC bíl í þessari keppni sem er á einkaskráningu.
í P-WRC eru eins og áður segir 23 bílar en þar eru fremstir á Toshi Arai, Jari Ketomaa og Nasser Al-Attaiyah en þeir aka allir hinum nýja Subaru Impreza N14 bíl. Heimamennirnir Marcos Ligato og Sebastian Beltran sem verða báðir á Mitsubshi Lancer Evo 9 eru meðal þeirra sem eiga eftir að sækjast eftir sigrinum og eins Svíinn Patrik Sandel en hann ekur Peugeot 207 Super 2000 bíl. Einn keppandi hefur vakið allnokkra athygli að undan förnu en það er motorcross stjarnan Travis Pastrana sem með þessari keppni hefur sína atlögu að P-WRC titlinum í ár en það er enginn annar en fyrrum aðstoðarökumaður Colin McRae, Derek Ringer sem situr í hægra sætinu hjá honum þetta árið. Travis er Ameríkumeistari í ralli síðast liðin tvö ár og hefur orð á sér að vera mjög hraður en þær keppnir sem hann tók þátt í fyrra sýndu að honum vantar enn reynslu af þeim keppnum sem eru í WRC.
Pastrana og Ringer verða á fullri ferð í Argentínu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 10:24
Frétta línan....
Mér varð hugsað eftir að ég las athugasemdirnar frá Danna vegna síðustu greinar, að óska eftir því að keppendur í íslensku ralli hvort sem það eru gamlir reynslu boltar eða einhverjir sem eru að stíga sín fyrstu skref hafi samband við mig og ég get þá sagt fréttir af því sem menn eru að gera og jafnvel spurning hvort maður setji upp kjaftasöguhorn sem væri birt annaðslagið og þá eingöngu til skemmtunar.
En svona er hægt að hafa samband við mig:
GSM: 822-1134 eða spsport@simnet.is
Þórður og magnús seldu þennan bíl og keyptu svo aftur !!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 08:35
Íslenskt rall - Ökumenn og bílar 2008
Nú með hækkandi sól styttist í keppnisárið hjá íslenskum ökumönnum en fyrsta keppnin fer fram í maí og verður þá ekið um sérleiðar innan borgarmarkanna en það er orðin venja að fyrsta keppnin sé eingöngu innanbæjar til að vekja athygli á því sem íslenskir rallökumenn eru að gera og eins er þá einfalt fyrir áhorfendur að sjá nánast allar leiðar.
Sigurður Bragi og Ísak á fullri ferð í Rally Reykjavík í fyrra.
Yfir veturinn hafa bílar skipt um eigendur og nýjir bílar bæst í flotann. Í topp slagnum má búast við að Sigurður Bragi/Ísak, Jón Bjarni/Borgar, en báðar þessar áhafnir aka á Mitsubishi Evo7, og svo Óskar Sól/Valtýr á Subaru Impreza WRX muni slást um sigur í keppnum en Pétur/Heimir á Evo6 og Jóhannes Gunnarsson á Evo7 muni vera fast á hælum þeirra og tilbúnir að refsa þeim við minnstu mistök. Aðrir á öflugum bílum eru Fylkir Jónsson á Subaru Impreza STI og Guðmundur Höskuldsson sem er einnig á Subaru Impreza GT. Tveir mjög öflugir bílar eru á hliðarlínunni en það eru Evo5 bíll sem Jóhannes Gunnarsson ók í fyrra og Subaru Impreza WRX sem Fylkir Jónsson ók í fyrra. Það er óskandi að einhverjir sjái sér hag í því að versla þessa bíla og mæta með þá í keppni.
Óskar og Valtýr í Rally Reykjavík á síðasta ári.
Sigurður Bragi og Ísak verða á sama Evo7 bílnum og þeir hafa ekið síðastliðin 2 ár og eftir að hafa leyst ýmisskonar pillerí í fyrra, og eins ætti Sigurður Bragi að vera orðinn mun betri í bakinu eftir Skagafjarðar krassið fyrir tveimur árum, gerir þá sigurstranglega svona fyrirfram. Jón Bjarni og Borgar mæta á nýjum rallbíl sem þeir keyptu fyrir stuttu og verður fróðlegt hvað þeir verða lengi að ná fullum tökum á þeim bíl en þetta er aðeins annað árið þeirra á 4x4 bíl. Óskar Sól og Valtýr eru á sama Subaru bíl og þeir voru á í fyrra en hafa breytt honum lítilsháttar og sem bæði eykur hraða þeirra og áreiðanleika þar sem þeir geta boðið 6 gíra kassanum mun meira og þurfa því ekki að vera með lífið í lúkunum um það hvort kassinn haldi. Þeir sigruðu haustrallið í fyrra og þyrstir áreiðanlega í meira kampavín og stærri bikar.
Pétur og Heimir verða á þessum bíl í sumar
Pétur og Heimir aka Evo6 bílnum sem Daníel og Ásta óku síðastliðin tvö ár en eftir því sem mér skilst er verið að taka þennan bíl gegn, skrúfu fyrir skrúfu og reikna ég með að hann verði ekki síður vel undirbúinn en Toyota Corollan sem þeir óku í fyrra þ.e. alveg til fyrirmyndar. Jóhannes Gunnarsson hefur keypt Evo7 bílinn sem Daníel keppti á í Bretlandi á síðasta ári en mér skilst að þessi bíll eigi að vera einn af best búnu Evo7 bílunum sem til eru. Fylkir Jónsson keypti svo Subaru Impreza bíl þann sem Jón Bjarni og Borgar kepptu á í fyrra en ég persónlega held að þetta sé einn öflugast rallbíllinn í flotanum og ekki síst eftir að Fylkir setti í hann hundakassan sem hann var með í hvíta bílnum. Þá hefur Guðmundur Höskuldsson keypt Subaru Impreza GT bílinn sem Valdimar keppti á í fyrra en ekki er ljóst hvort að hann mæti í allar keppnir sumarsins. Ekki má gleyma Sigurði Óla Gunnarssyni sem mætir að venju á sínum trausta Toyota Celica GT-4 en ég held að ég ljúgi ekki neinu þegar ég segi að hann hafi klárað hverja eina og einustu keppni sem hann hefur mætt í á þessum bíl. Einn ökumann og bíl hef ég ekki nefnt en það er Eyjólfur Jóhannesson (Eyjó) sem á Subaru Impreza STI bíl en hann er með þennan bíl út í Noregi og veit ég ekki hreinlega hvort hann verður með eða ekki. Ef hann verður með þá verður hann ásamt Pétri og Jóhannesi Gunnars í næstu sætum á eftir Sigurði Braga, Jóni Bjarna og Óskari Sól. Eins er ekki ljóst hvað Valdimar J. Sveinsson gerir í sumar en hann hefur verið að bera vígjurnar í hvíta Subaru bílinn sem Fylkir á. Þessi upptalning mín hér að ofan ásamt einum eldri Toyota Celica GT4 bíl og Ford Escort Cosworth, sem ég veit ekki hverjir eiga, er uppá 13 bíla. Sem sagt 13 fjórhjóladrifnir og mjög öflugir rallbílar sem til eru í landinu og væri nú aldeilis gaman að sjá alla þessa bíla mæta í einu og sömu keppnina.
Guðmundur Höskuldsson hefur keypt þennan bíl.
Á næstunni reyni ég svo að gera grein fyrir 2000 flokknum og byrjendaflokknum.
Öllum myndum sem fylgja þessari grein var samviskusamlega stolið af vef Mótormyndar :-)
Slóðin er: www.motormynd.blog.is
p.s ég fékk reyndar leyfi hjá Gumma fyrst......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)