10.3.2008 | 10:56
Óþekkt vandamál
Vandræði Petter Solberg í rally Mexíkó voru af þeim meiði að það var ekkert sem hann eða Subaru liðið gátu gert fyrirfram til að leysa þau. Á fyrstu leið brotnaði bremsudæla hægra meginn að aftan og þegar Subaru liðið bar þetta undir AP racing, sem skaffar þeim bremsubúnaðinn, þá hafa þeir aldrei séð svona bilun áður á þeim 25 árum sem þeir hafa starfað. Svo á öðrum degi brotnaði öxull í Imprezuni en Subaru liðið hefur ekki lent áður í því brjóta þá gerð af öxli sem var í bílnum þrátt fyrir að hafa notað þessa gerð í langan tíma.
Þess má geta að Petter Solberg var með besta tímann í shakedown og eins á fyrstu fjórum millitímunum á fyrstu leið þar eða þar til bremsudælan brotnaði og hann varð að draga úr hraðanum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 22:41
Nýr bíll í rallflotann.
Jón Bjarni og Borgar fengu í hendurnar í gær nýjan rallbíl en þeir félagar hafa verslað Mitsubishi Evo7 rallbíl, ekki ósvipaðan þeim bíl sem Sgurður Bragi og Ísak keppa á. Er þetta 3. Evo7 bíllinn sem kemur til landsins en Jóhannes V. Gunnarsson hefur keypt Evo7 bíl þann sem Daníel keppti á í Bretlandi á síðasta ári.
Meira um íslenskt rall í vikunni.........
Innan úr nýja bílnum hjá Jóni Bjarna og Borgari
Og þetta er nýji bíllinn hans Jóa Gunn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.3.2008 | 10:44
Stigastaðan eftir rally Mexíkó
Svona er staðan á efstu mönnum:
1. Mikko Hirvonen BP Ford Focus RS WRC 07 21 points
2. Sebastien Loeb Citroen Total WRT C4 WRC 20 points
3. Jari-Matti Latvala BP Ford Focus RS WRC 07 16 points
4. Chris Atkinson Subaru WRT Impreza WRC 2007 14 points
5. Gigi Galli Stobart Ford Focus WRC 07 9 points
= Petter Solberg Subaru WRT Impreza WRC 2007 9 points
7. Francois Duval Stobart Ford Focus WRC 07 5 points
8. Andreas Mikkelsen Ramsport Ford Focus WRC 06 4 points
= Henning Solberg Munchi's Ford Focus WRC 07 4 points
10. Daniel Sordo Citroen Total WRT C4 WRC 3 points
Og svona er staðan hjá hjá framleiðendum:
1. BP Ford Abu Dhabi WRT 37 points
2. Citroen Total WRT 25 points
= Subaru WRT 25 points
4. Stobart VK M-Sport Ford RT 19 points
5. Munchi's Ford WRT 6 points
6. Suzuki WRT 5 points
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 19:02
Rally Mexíkó - Lokastaðan.
Þá er það ljóst að Sebastian Loeb hefur unnið Mexíkó rallið og er hann rúmri mínútu á undan Chris Atkinson sem ekur Subaru en þetta er besti árangur Atkinson í WRC frá upphafi ferils hans en hann hefur ekið fyrir Subaru síðan 2005. Latvala kláraði í þriðja sæti en hann tapaði all nokkrum tíma í gær vegna bilunar í slöngu milli túrbínu og millikælis.
Annars er lokastaðan eins og hér segir:
1. | 1 | Sébastien LOEB | 3:33:29.9 | 0.0 | 0.0 |
2. | 6 | Chris ATKINSON | 3:34:36.0 | +1:06.1 | +1:06.1 |
3. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 3:35:09.6 | +33.6 | +1:39.7 |
4. | 3 | Mikko HIRVONEN | 3:37:08.6 | +1:59.0 | +3:38.7 |
5. | 10 | Henning SOLBERG | 3:38:27.8 | +1:19.2 | +4:57.9 |
6. | 8 | Matthew WILSON | 3:39:58.8 | +1:31.0 | +6:28.9 |
7. | 9 | Federico VILLAGRA | 3:52:32.9 | +12:34.1 | +19:03.0 |
8. | 15 | Ricardo TRIVIÑO | 3:54:47.2 | +2:14.3 | +21:17.3 |
Meira um þetta rall á morgun ásamt stöðunni í stigakeppninni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 18:28
Rally Mexíkó - staðan eftir 11 leiðir
Jæja þá eru búnar 3 leiðar og Sebastian Loeb kominn með forystuna. Latvala líður fyrir að vera fyrstur á veginum en Loeb er búinn að vinna 2 leiðar í dag og Dani Sordo er búinn að vinna eina.
Petter Solberg er dottinn út eftir vandamál með öxul á leið nr. 10 en tímar hans telja samkvæmt reglum um Super Rally sem þíðir að hann fær 5 mínútum bætt við besta tíma á hverri leið það sem eftir er dags og viðbúið að hann ræsi aftur á morgun.
Svona voru tímarnir á 11. leið og svo er staðan á efstu mönnum þar fyrir neðan.
1. | 2 | D. SORDO | 14:04.6 | 0.0 |
2. | 1 | S. LOEB | 14:05.1 | +0.5 |
3. | 3 | M. HIRVONEN | 14:05.4 | +0.8 |
4. | 4 | J. LATVALA | 14:06.3 | +1.7 |
5. | 6 | C. ATKINSON | 14:07.4 | +2.8 |
6. | 10 | H. SOLBERG | 14:14.8 | +10.2 |
7. | 8 | M. WILSON | 14:41.0 | +36.4 |
8. | 14 | C. RAUTENBACH | 15:05.5 | +1:00.9 |
9. | 15 | R. TRIVIÑO | 15:29.4 | +1:24.8 |
10. | 41 | P. SANDELL | 15:44.5 | +1:39.9 |
Og staðan er svona:
1. | 1 | Sébastien LOEB | 2:14:48.6 | 0.0 | 0.0 |
2. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 2:14:54.4 | +5.8 | +5.8 |
3. | 6 | Chris ATKINSON | 2:15:16.8 | +22.4 | +28.2 |
4. | 3 | Mikko HIRVONEN | 2:16:00.4 | +43.6 | +1:11.8 |
5. | 10 | Henning SOLBERG | 2:18:23.6 | +2:23.1 | +3:34.9 |
6. | 8 | Matthew WILSON | 2:19:18.0 | +54.4 | +4:29.4 |
7. | 5 | Petter SOLBERG | 2:24:58.6 | +5:40.6 | +10:10.0 |
8. | 15 | Ricardo TRIVIÑO | 2:28:54.7 | +3:56.1 | +14:06.1 |
9. | 9 | Federico VILLAGRA | 2:30:15.2 | +1:20.5 | +15:26.6 |
10. | 42 | Sébastien OGIER | 2:30:48.0 | +32.8 | +15:59.4 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 12:55
Rally Mexíkó - staðan eftir fyrsta daginn.
Það var allt að gerast í gær, þennan fyrsta dag keppninar í Mexíkó. Þrír toppbílar eru þegar út, Galli með skemmt veltibúr en hann lenti í því að reka hægra afturdekk í grót sem í framhaldi skemmdi afturhjólabúnað og hjólafestingu sem tengd er við veltibúrið. Báðir Suzuki bílarnir eru út með bilaða vél og virðast þeir ekki vera búnir að leysa vélavandræði þau sem hrjáðu þá bæði í Monte Carlo og Svíþjóð. Keppnislið Suzuki ætlar að senda báðar vélarnar til Japans til frekari skoðunar og ætla þeir að reyna að leysa þetta mál í eitt skifti fyrir öll.
Matthew Vilson er í sjöunda sæti og er því í stigasæti fyrir Stobbart sem er gott þar sem Galli er dottin út en ekki er við stórafrekum að búast hjá Vilson þar sem P-G Anderson á Suzuki var á undan honum þar til hann datt út.
Henning Solberg, bróðir Petter Solberg ekur í þessari keppni fyrir Munchi Ford og gengur nokkuð vel en hann féll úr keppni í Svíþjóð eftir að hafa ekið útaf.
Hirvonen er í fimmta sæti eftir að hafa verið fyrstur á veginum í gær og er hann rúmri mínútu frá fyrsta sætinum sem er svipað og reiknað var með í upphafi rallsins.
Subaru mönnum hefur gengið vel þrátt fyrir að Petter Solberg hafi tapað nærri 1 mínútu vegna bremsuvandræða á fyrstu þremur leiðum gærdagsins en á seinni þremur leiðunum var hann kominn á fulla ferð og vann meðal annars eina leið og heldur fjórða sætinu eftir fyrsta daginn. Atkinson heldur þriðja sætinu og hefur ekið stóráfallalaust.
Sebastian Loeb er í öðru sæti og verður hörkuslagur í dag þegar Loeb gerir harða atlögu að fyrsta sætinu sem Jari-Matti Latvala heldur en enn og aftur kemur hraði hans á óvart en hann er rúmum níu sekúndum á undan Loeb og vann hann helming leiðanna í gær og lét Hirvonan hafa eftir sér að hann væri svekktur að halda ekki sama eða svipuðum hraða og Latvala. Það virðist því sem Latvala sé farinn að blómstra hjá Ford liðinu og allt eins víst að þegar lengra líður á árið verði breyting á hlutverkaskipan innan liðsins og Latvala verði ökumaður númer 1 og Hirvonen verði ökumaður númer 2, en það kemur í ljós síðar.
En svona var staðan eftir gærdaginn:
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 1:23:38.6 | 0.0 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | 1:23:48.2 | +9.6 | +9.6 |
3. | 6 | Chris ATKINSON | 1:24:01.0 | +12.8 | +22.4 |
4. | 5 | Petter SOLBERG | 1:24:40.5 | +39.5 | +1:01.9 |
5. | 3 | Mikko HIRVONEN | 1:24:49.2 | +8.7 | +1:10.6 |
6. | 10 | Henning SOLBERG | 1:26:22.2 | +1:33.0 | +2:43.6 |
7. | 8 | Matthew WILSON | 1:26:31.5 | +9.3 | +2:52.9 |
8. | 9 | Federico VILLAGRA | 1:29:08.6 | +2:37.1 | +5:30.0 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 16:34
Rally Mexíkó - staðan eftir 2. leið
Dani Sordo - Citroen - hefur þann vafa sama heiður að vera fyrsta fórnarlamb grófra malarvegana í Mexíkó en hann braut framhjólabúnað vinstra megin að framan eftir 15 km akstur á fyrstu leið.
Latvala heldur áfram að auka forskot sitt eftir fyrstu 2 leiðarnar þrátt fyrir að Galli hafi verið 0,9 sekúndum fljótari á þessari annari leið og Loeb 2,5 sekúndum fljótari en hafa ber í huga að Loeb var mun hægari en Latvala á fyrstu leið.
Svona er staðan á fyrstu bílum eftir fyrstu 2 leiðarnar.
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 28:28.9 | 0.0 | 0.0 |
2. | 1 | Sébastien LOEB | 28:33.8 | +4.9 | +4.9 |
3. | 6 | Chris ATKINSON | 28:34.7 | +0.9 | +5.8 |
4. | 7 | Gigi GALLI | 28:35.3 | +0.6 | +6.4 |
5. | 3 | Mikko HIRVONEN | 28:41.8 | +6.5 | +12.9 |
6. | 5 | Petter SOLBERG | 28:59.1 | +17.3 | +30.2 |
7. | 12 | Per-Gunnar ANDERSSON | 29:07.8 | +8.7 | +38.9 |
8. | 8 | Matthew WILSON | 29:54.4 | +46.6 | +1:25.5 |
9. | 10 | Henning SOLBERG | 30:37.5 | +43.1 | +2:08.6 |
10. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 42:41.4 | +12:03.9 | +14:12.5 |
Þetta er ekki nákvæm staða þar sem t.d. Gardemeister er mjög aftarlega vegna bilanna en það eru bara ekki komnir fleiri bílar í gegn ennþá. Staðan er samt rétt á fyrstu 7 bílunum.
Meira um þetta rall á morgun en vegna anna næ ég ekki að fylgjast meira með því í kvöld en en áður segir meira á morgun.
www.wrc.com - fyrir þá sem þyrstir í meira.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 15:14
Rally Mexíkó - 1. leið, staðan
1. | 4 | Jari-Matti LATVALA | 14:14.6 | 0.0 |
2. | 6 | Chris ATKINSON | 14:17.6 | +3.0 |
3. | 7 | Gigi GALLI | 14:21.9 | +7.3 |
4. | 1 | Sébastien LOEB | 14:22.0 | +7.4 |
5. | 3 | Mikko HIRVONEN | 14:24.4 | +9.8 |
6. | 5 | Petter SOLBERG | 14:26.0 | +11.4 |
7. | 10 | Henning SOLBERG | 14:27.7 | +13.1 |
8. | 12 | Per-Gunnar ANDERSSON | 14:33.0 | +18.4 |
9. | 8 | Matthew WILSON | 14:37.1 | +22.5 |
10. | 9 | Federico VILLAGRA | 14:46.3 | +31.7 |
11. | 14 | Conrad RAUTENBACH | 15:18.8 | +1:04.2 |
12. | 11 | Toni GARDEMEISTER | 20:13.5 | +5:58.9 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 14:48
Rally Mexíkó - farið af stað
Þá er Mexikó rallið farið af stað.
Fyrstu tímar eru væntanlegir um klukkan hálf fjögur að okkar tíma en til að byrja með er hérna rásröð dagsins og hefur Mikko Hirvonen þann vafasama heiður að vera fyrsti bíll á veginum í dag og þá jafnframt það hlutverk að hreinsa mestu lausamölina ofan veginum sem svo eykur grip þeirra sem á eftir honum eru í rásröð.
En svona er rásröð dagsins:
1. Mikko Hirvonen - Ford
2. Jari-Matti Latvala - Ford
3. Sebastien Loeb - Citroen
4. Gigi Galli - Ford
5. Petter Solberg - Subaru
6. Chris Atkinson - Subaru
7. Dani Sordo - Citroen
8. Toni Gardemeister - Suzuki
9. Per-Gunnar Andersson - Suzuki
10. Henning Solberg - Ford
11. Matthew Wilson - Ford
12. Federico Villagra - Ford
13. Conrad Rautenbach - Citroen
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 10:34
Og dramað heldur áfram
Citroen liðið hefur ákveðið eftir að Loeb fékk 5 mínutna refsingu í gær fyrir vélarskiptin að setja vélina sem bilaði í gær aftur í! Segjast þeir hafa lagað bilun í eldsneytisbúnaði vélarinar og því ekkert að vanbúnaði að nota þessa vél og hefur því refsingin sem Sebastian Loeb fékk í gær verið tekin í burtu.
Nú er bara að sjá hvort að rétt reynist eða hvort Citroen er að taka sénsin á að vélin haldi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)