29.2.2008 | 10:03
Loeb fær 5 mínútna refsingu.
Þetta rall byrjar ekki gæfulega fyrir Loeb. Hefur hann fengið 5 mínútur í refsingu eftir að vélin fór í Citroen C4 WRC bílnum hans á leiðinni í shakedown! Virðist sem endalaus heppni hans og gæfa hafi eitthvað snúið við honum bakinu í bili en þetta gerir það að verkum að hann á eftir að vera á útopnu í þessu ralli.
Kem svo með fréttir af leiðunum síðar í dag þegar keppnin er farin í gang af fullri alvöru......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 09:57
Rally Mexikó - Shakedown
hérna eru tímar úr shakedown fyrir Mexikó.
=1. Petter Solberg: 2:51.8
=1. Chris Atkinson: 2:51.8
3. Gigi Galli: 2:52.0
=4. Dani Sordo: 2:53.9
=4. Jari-Matti Latvala: 2:53.9
6. Henning Solberg: 2:54.5
7. Federico Villagra: 2:55.2
8. Mikko Hirvonen: 2:55.7
9. Sebastien Loeb: 2:56.0
10. Matthew Wilson: 2:57.6
11. Per-Gunar Andersson: 2:58.2
12. Toni Gardemeister: 2:59.7
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 15:08
Meira um S2000
Sebastian Lindholm hefur víst verið að reynsluaka nýja Skoda Fabia S2000 bílnum en stefnt er á að hann komi í keppni á komandi sumri. Lindholm er reynslu mesti tilrauna ökumaður heimsins og var hann tildæmis að vinna fyrir Suzuki á síðasta ári við þróun á Suzuki SX4 WRC bílnum.
Rakst svo á þessa mynd af Proton Satria S2000 rallbílnum sem verið er að þróa í Bretlandi af ME motorsport fyrir Proton en ekki hefur verið ákveðið ennþá hvort þessi bíll komi til keppni í IRC. Er þetta þá 8 S2000 bíllinn sem er þegar í notkun eða þróun. Vek ég athygli á þessari þróun enn og aftur og er allveg ljóst að WRC þarf að fara í alvarlega naflaskoðun ef það á ekki að lognast útaf.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2008 | 14:21
Rally Mexico - aðdragandi
Jæja, þá er komið að fyrstu malakeppni ársins, Rally Mexikó, sem fram fer um næstu helgi. Mikko Hirvonen kemur til með að ræsa fyrstur enda leiðir hann stigakeppnina og næstu menn á eftir honum verða Loeb og Latvala og því spurning hvað Pétur Sólberg (frændi hans Sigga síðasta) gerir og hvort hann, og Chris Atkinson á Subaru, muni hagnast á hreinni aksturslínum heldur en þessir fyrstu þrír. Það er greinilegt á svörum Subaru manna að þessi keppni er sú keppni sem er líklegust til að skila þeim sigri á þessum bíl en eins og margir vita er ekki lengur nein þróunnarvinna unnin á þessum bíll heldur er öllu púðrinu eytt í nýja bílinn sem vonast er til að komi í keppni innan tíðar. Einnig verður afar áhugavert að fylgjst með árangri Latvala en hann verður fullur sjálfstraust eftir sigurinn í Svíþjóð um daginn og því næsta víst að Hirvonen verður að taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að halda í við hann hvað þá að vera á undan honum. Einnig má búast við Loeb á fullri ferð og er víst að hann er ekki sáttur eftir að hafa dottið út í síðustu keppni og misst þar með af dýrmætum stigum og miðað við reynslu síðustu ára geta keppinautar hans ekki treyst á að heppnin yfirgefi hann aftur eins og hún gerði í Svíðþjóð.
Þessi keppni er einnig fyrsta umferð í J-WRC og er reiknað með að Citroen komi til með leggja línurnar með C2 S1600 bílnum og má þar búast við að Martin Prokop verði hraðasti maður þeirra í þessari keppni en það er ekki hægt að afskrifa fyrirfram eistlendinginn Jaan Molder á Suzuki Swift S1600 og Svían Patrik Sandel á Renault Clio S1600. 9 bílar mæta í þessa fyrstu umferð í J-WRC en alls eru 42 bílar skráðir.
Meira um Rally Mexico síðar í vikunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 15:03
10 leiðir búnar og okkar menn út.
Nú er 10 leiðum lokið og ljóst að Danni og Ísak eru út eftir fanta góðan akstur fram að þessu. Þeir hafa verið að tapa tíma á síðustu leiðum og nú er staðfest að þeirra ralli er lokið þar sem kúpling bílsins er búinn og enginn séns á að klára síðustu 2 leiðarnar, sem er synd og skömm eftir gríðarlega góðan akstur þeirra félaga á fyrstu leiðum þessa ralls og næsta víst að að þeir sem fylgjast með ralli í Bretlandi vita núna hver Daníel Sigurðsson er og hvað hann getur. Hafið í huga að hraði hans á þessum bíl á bara eftir að aukast og verður því afar áhugavert að sjá hvernig næsta keppni verður.
Spurning hvort að allir speglar og aðrir aukahlutir séu enn á bílnum og hvort hann sé nú ekki farinn aðeins að vera "Dannalegur". Svo er bara að fá sér einn kaldan og segja hetjusögur frá norðurheimsskautinu, laga fjandans kúplinguna og mæta í næstu keppni.
Þessi mynd er frá Rally Sunseeker í fyrra.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.2.2008 | 13:21
8 leiðir búnar - Rally Sunseeker
Ógæfan dynur yfir - óvíst er enn hvað kom uppá á leið nr. 8 en þar tapa þeir þremur og hálfri mínutu og er óskandi að einungis hafi verið ekið lítilháttar útaf eða sprungið dekk þannig að þeir séu ekki að tefjast á næstu leiðum. Við þetta féllu þeir niður í 38. sæti og gerir þetta útaf við þann góða árangur sem þeir voru búnir að sýna.
Meira þegar frekari fréttir berast.......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 11:18
6 leiðir búnar - Rally Sunseeker
þá eru 6 leiðir búnar og gengið verið aðeins upp og niður en núna á síðustu leið eru þeir með 7. besta tímann yfir heildina og besta í gr.N.
Maður veit ekki allveg hvort vegirnir hafa verið svona grafnir, eitthvað að hrjá bílinn eða þeir bara ekki aðmennilega vaknaðir en eins og ég var búinn að skrifa hérna ofar þá hefur gengið verið aðeins upp og niður í morgun.
Þeir eru allavega núna í 14. sæti yfir heildina, 7. sæti í gr.N og því líklega 7.sæti einnig í Evo challange þar sem aðeins Mitsubishi bílar eru á undan þeim. Þess má þó geta að það eru aðeins 3 sekúndur í 10. sæti í heildina og 3.sæti í gr.N!!!
svo segjum við bara: ÁFRAM ÍSLAND
p.s. þess má geta ef þetta væri árangur sem landslið okkar í handbolta eða fótbolta væri að ná þá væri komin á bein útsending í sjónvarpinu og sennilega einnig aukafréttatímar..... en þetta hefur ekkert með bolta að gera þannig að það er ekki að gerast.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 22:22
2 leiðir búnar - Rally Sunseeker
Jæja, þetta fer vel af stað hjá Danna og Ísak í Rally Sunseeker.
Þeir eru í 12. sæti yfir heildina, 3. sæti í gr.N og 3. sæti í Evo challenge en hafa ber í huga að ekki munar mikið á efstu bílum. Morgundagurinn verður mun erfiðari þar sem rásröð kemur til með að hafa mikil áhrif á tíma þeirra félaga þar sem leiðirnar eiga eftir að verða mikið grafnar eftir fremstu bíla þegar kemur að þeim Danna og Ísak að aka leiðarnar en leiðarnar í kvöld voru á malbiki þar sem rásröð hefur ekki jafnmikil áhrif en eins og komið hefur fram eru þeir númer 32 í rásröð.
Vert er að geta þess að samkvæmt þessari mynd sem ég fékk inn á síðunni hans Danna þá virðist hann genginn í "Livetoloose" klúbbinn - hann skilur þetta........
Svo er bara að fylgjast með á morgun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 13:18
100 röll hjá Gardemeister
Í næstkomandi ralli, Rally Mexico, kemur Toni Gardemeister (Fin) sem ekur fyrir verksmiðjulið Suzuki til með að hefja sitt hundraðasta rall.
Er þetta ávalt talinn merkur áfangi og ekki síst í ljósi þess að Gardemeister er ekki nema 32 ára gamall. Fyrsta keppnin sem Gardemeister fór í var Finnska rallið árið 1996, þá tvítugur að aldri en jafnframt er hann sá ökumaður í WRC sem hefur verið lengst í WRC eða 12 ár.
Svo byrjar Rally Sunseeker kl. 18 í kvöld og því afar áhugavert að fylgjast með hvernig Danna og Ísak gengur en fyrstu 2 leiðarnar sem eknar eru í kvöld eru á malbiki, sem er eitthvað sem íslenski rallökumenn þekkja ekkert of mikið til en svo á morgun eru allar leiðar á möl og þá fer maður að sjá hvernig þeim reiðir af.
Svo aftur og enn einu sinni. Skyrp, skyrp og alllt það...........
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 15:40
WRC í vanda ??
Meira og meira af gagnrýnisröddum heyrast um heimsmeistarkeppnina í ralli - WRC. Gagnrýnin beinist helst að auknum kostnaði keppnishaldara og keppenda ásamt reglufargani sem er að sliga keppnina, sem einnig hefur áhrif á áhuga framleiðenda til að taka þátt í keppninni. Æ færri keppendur komast að í hverja keppni og má þar nefna t.d. Monte Carlo rallið þar sem innan við 50 keppendur fá að taka þátt og hefur það auðvitað einnig bein áhrif á kostnað hvers keppenda.
Margir benda á að sú leið sem IRC (Intercontinental rally challange) hefur farið sé mun líklegri til árangurs og eru til dæmis keppnirnar meira í þá átt sem menn áttu að venjast fyrir svona 10 -15 árum og sést það svo sem í áhuga framleiðenda, enda má þar sjá framleiðendur eins og Peugoet, Fiat, VW, Toyota, MG, Skoda og nú síðast Suzuki sem er að þróa S2000 útgáfu af Suzuki SX4 bílnum, þeim sama og þeir eru nýbyrjaðir að nota í WRC. Ef á móti er skoðað hvaða framleiðendur taka þátt í WRC þá eru það Citroen, Ford, Subaru og Suzuki. Bæði Ford og Citroen eru sagðir vera að þróa S2000 bíla og þá er bara eftir Subaru sem ekki hefur þróað S2000 bíl en bæði Subaru og Mitsubishi hafa verið mjög sterkir í gr.N en bæði gr.N bílar og S2000 bílar eru gjaldgengir í IRC.
Útskýringin liggur einna helst í kostnaði við framleiðslu á þessum tveim útfærslun en S2000 bíll kostar um 170.000 evrur og gr.N bíll um 150.000 evrur á meðan WRC bíll kostar um 5-600.000 evrur. Að auki er mun ódýrara að reka þá bíla heldur en WRC bíla og gefur það fleiri einkaliðum tækifæri á að keppa um fyrstu sætin á raunhæfan hátt sem auðvitað þíðir aukna sölu á keppnisbílum verksmiðjuliðanna.
Svo er bara að sjá hvernig FIA vill að WRC keppnin þróist því ef þeir breyta ekki henni á næstunni kemur hún til með að vera minningin ein innan fárra ára.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)