25.10.2009 | 10:23
Sérleið nr.13 Rally GB
Hirvonen kroppar í forystuna hjá Loeb og sama gerir Solberg við Sordo í slagnum um þriðja sætið.
Í gr.N er það Jarkko Nikara sem er fljótastur en Eyvind Brynildsen er með góða forystu þrátt fyrir að tapa ca. 15 sekúndum á Nikkara. Danni skilar sér á þokkalegum tíma á þessari leið en hann er með 34. besta tímann yfir heildina sem mér sýnist að sé ca. 18. besti tími í gr.N.
Staða efstu manna eftir þessa leið:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 2:41:22.4 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC | 2:41:51.8 | +29.4 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 2:42:49.1 | +1:26.7 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 2:43:11.1 | +1:48.7 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 2:45:57.7 | +4:35.3 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC | 2:47:02.3 | +5:39.9 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC | 2:48:15.0 | +6:52.6 |
8. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC | 2:49:33.5 | +8:11.1 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 2:53:57.0 | +12:34.6 |
10. | Aaron BURKART | Citroen C4 WRC | 2:58:46.7 | +17:24.3 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 (N) | 2:59:59.5 | +18:37.1 |
12. | Armindo ARAÚJO | Mitsubishi EvoX (N) | 3:01:52.3 | +20:29.9 |
13. | Martin PROKOP | Mitsubishi EVo9 (N) | 3:02:09.3 | +20:46.9 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 20:46
Sérleið nr.12 Rally GB
Loeb leiðir þetta rall nokkuð örugglega að loknum öðrum keppnisdegi rallsins og óvíst hvort Hirvonen eigi séns á að ná honum á þeim fjórum leiðum sem eknar verða á morgun og Sebastien því á góðri leið með að tryggja sér 6. heimsmeistaratitilinn í röð! Jafnframt er óvíst hvort að þeir 80 km sem eknir verða á sérleiðum á morgun dugi Petter Solberg til að ná Dani Sordo í baráttunni um þriðja sætið. Aðrir í topp tíu eru allir í nokkuð öruggum sætum og ekki við miklum breytingum að búast þar nema menn geri glórulaus mistök.
Í gr.N er það norðmaðurinn Eyvind Brynildsen sem er lang fyrstur og þarf hann einungis að einbeita sér að komast klakklaust í gegnum leiðar morgundagsins og má tapa rétt um 30 sekúndum á hverri leið á morgun án þess að tapa sigri sínum.
Af Danna er það að frétta að hann endar daginn í 47. sæti yfir heildina eftir erfiðan dag þar sem hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum vegna slæmrar stöðu í rásröð eftir gærdaginn. Á morgun verður næsti bíll á undan honum í rásröð Ford Fiesta en aðrir ættu ekki vera vandamál og vonandi fáum við að sjá góða tíma frá honum á morgun.
Staðan fyrir lokadag keppninar:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 2:32:21.4 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC | 2:32:51.6 | +30.2 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 2:33:41.5 | +1:20.1 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 2:34:05.5 | +1:44.1 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 2:36:43.0 | +4:21.6 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC | 2:37:44.2 | +5:22.8 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC | 2:38:51.4 | +6:30.0 |
8. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC | 2:40:23.9 | +8:02.5 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 2:44:21.5 | +12:00.1 |
10. | Aaron BURKART | Citroen C4 WRC | 2:48:49.6 | +16:28.2 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 | 2:49:37.1 | +17:15.7 |
12. | Armindo ARAÚJO | Mitsubishi EvoX | 2:51:33.3 | +19:11.9 |
13. | Martin PROKOP | Mitsubishi Evo9 | 2:51:51.3 | +19:29.9 |
47. | Daniel SIGUROARSON | Mitsubishi EvoX | 3:22:54.7 | +50:33.3 |
Eyvind Brynildsen á fullri ferð í Rall GB
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 16:16
Sérleið nr.10 Rally GB
Hirvonen kroppar í forystuna hjá Loeb á þessari leið og Sordo á góðri leið með að tryggja sér 3ja sætið eftir að Solberg fer út af og tefst í skurði.
Í gr.N er það Patrik Sandel sem er fljótastur en Eyvind Brynildsen (sjá mynd) er að auka forystuna sína og er komin með tæpar tvær mínútur í forystu á næsta mann.
Danni skilar sér út af þessari leið með 33. besta tímann og er hann kominn uppí 43. sætið yfir heildina og ca. 20 sætið í gr.N.
Staðan á efstu mönnum eftur þessa leið er svona:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 2:12:58.5 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC | 2:13:21.4 | +22.9 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 2:14:08.4 | +1:09.9 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 2:14:36.4 | +1:37.9 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 2:16:59.5 | +4:01.0 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC | 2:17:47.8 | +4:49.3 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC | 2:18:54.8 | +5:56.3 |
8. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC | 2:20:42.7 | +7:44.2 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 2:23:38.1 | +10:39.6 |
10. | Aaron BURKART | Citroen C4 WRC | 2:27:40.3 | +14:41.8 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 (N) | 2:27:58.5 | +15:00.0 |
43. | Daniel SIGURÐARSON | Mitsubishi EvoX | 2:54:39.3 | +41:40.8 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 11:24
Sérleið nr.9 Rally GB
Aftur og enn einusinni er það Loeb sem toppar tímanna með stæl og tekur hann heilar 10,1 sekúndu af Sordo og 11,9 sekúndur af Hirvonen og virðist kominn með nokkuð örugga forystu þegar rallið er rétt hálfnað! Með 25 sekúndna forystu á Hirvonen getur hann leyft sér að byrja að keyra taktiskt og virðist sem botnin hafi dottið úr topp slagnum en þetta er samt langt frá því að vera búið.
Í gr. N er það enn Patrik Flodin sem er fljótastur en Eyvind Brynildsen heldur mjög öruggri forystu en það sama verður ekki sagt um hinn Skoda ökumanninn (Patrik Sandel) sem fellur hratt niður listann vegna vandamála og er hann kominn niður í 56. sæti. Á þessari leið var Danni með 42. besta tímann yfir heildina og hefur greinilega lent í einhverjum vandræðum. Meira um það þegar ég heyri frá honum á eftir.
Nú tekur við viðgerðarhlé og næsta leið er svo fyrstaleið í morgun ekin aftur en fyrsti bíll inná hana er ræstur kl. 14:00.
Staðan á efstu mönnum er svona:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 1:53:48.5 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC | 1:54:13.5 | +25.0 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 1:54:51.0 | +1:02.5 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 1:55:14.6 | +1:26.1 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 1:57:33.1 | +3:44.6 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC | 1:58:15.5 | +4:27.0 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC | 1:59:09.8 | +5:21.3 |
8. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC | 2:01:28.9 | +7:40.4 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 2:02:51.4 | +9:02.9 |
10. | Aaron BURKART | Citroen C4 WRC | 2:05:53.0 | +12:04.5 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 (N) | 2:06:30.2 | +12:41.7 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 10:55
Sérleið nr. 8 Rally GB
Váá. Hvað gerðist. Loeb setti greinilega niður bensínfótinn og tók heilar 9 sekúndur af næsta manni sem var Dani Sordo á þessari leið. Hirvonen tapar heilum 10,2 sekúndum á Loeb á þessari leið og því ljóst að á brattan að sækja fyrir Hirvonen það sem eftir er af þessu ralli.
Af Danna er það að frétta að á þessari leið átti hann 32. besta tímann (yfir heildina) en tími hans á þessari leið er 10:23,4 sem er aðeins 3 sekúndum fljótari en Utting feðgar þannig að aðstæður eru enn erfiðar.
Staðan á efstu mönnum eftir sérleið 8:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 1:43:28.9 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC | 1:43:42.0 | +13.1 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 1:44:21.3 | +52.4 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 1:44:42.5 | +1:13.6 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 1:46:52.3 | +3:23.4 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC | 1:47:28.7 | +3:59.8 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC | 1:48:22.1 | +4:53.2 |
8. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC | 1:50:49.4 | +7:20.5 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 1:51:39.2 | +8:10.3 |
10. | Aaron BURKART | Citroen C4 WRC | 1:54:28.3 | +10:59.4 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 (N) | 1:54:41.1 | +11:12.2 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 09:20
Sérleið nr. 7 Rally GB
35,7 km leið sem heiir Rhonda var fyrsta leið dagsins og var að Mikko Hirvonen sem hafði vaknað betur og tók heilar 2,4 sekúndur af Loeb og minkaði við muninn niður 2,9 sekúndur milli þeirra. Þriðja besta tímann átti Dani Sordo en Petter Solberg tapaði heilum 24,7 sekúndum á besta tíma og féll við það niður í 4. sætið. Bæði rigning og þoka tók á móti keppendum á þessari leið og var t.d. Petter Solberg ekki með neinar rúðuþurkur sem virkuðu á þessari leið!
Í gr.N er það Patrik Flodin á Subaru sem á besta tímm en það er Eyvind Brynildsen sem eykur forystuna uppá 1:22,8 sekúndur á næsta mann sem er Patrik Sandell en báðir aka þeir Skoda Fabia S2000. Danni er 51. sæti í rallinu eftir ævintýri gærdagsins og er hann ræstur síðastur af 4x4 bílunum í dag og verður hann í því að taka framúr en það eru 7 eindrifsbílar (150-200 hö) ræstir á undan honum þannig að við skulum vona að þeir verði duglegir við að hleypa framúr því hann á eftir að ná mörgum þeirra á svona langri leið! Tími hans á þessari fyrstu leið dagsins er 24:11,2 og tapar ca. 2,5 mínútum á fyrsa bíl í gr.N, sennilega vegna þess að hann þarf að taka framúr svo mörgum. Við þetta hífir hann sig upp um 2 sæti en hann á auðveldlega að geta hækkað sig um önnur fimm sæti á næstu tveimur leiðum en svo nokkuð bil eftir það í næstu menn. Hafa ber í huga að þetta er rétt að byrja og á hann eftir að hækka sig um mörg sæti áður en þessari keppni líkur.
10:30 Heyrði í Danna áðan og lýsti hann aðstæðum sem mjög erfiðum á þessari leið, þoka, blaut og mjög sleipt. Hann talaði einnig um að það hefðu verið bílar útaf út um allt og því stöðugt verið að veifa hann niður þ.e. hægja á honum vegna þess að starfsmenn og áhorfendur voru að aðstoða þessa keppendur sem voru farnir útaf.
Staðan á efstu mönnum eftir sérleið nr.7
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 1:34:54.5 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC | 1:34:57.4 | +2.9 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 1:35:37.9 | +43.4 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 1:35:57.3 | +1:02.8 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 1:37:59.7 | +3:05.2 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC | 1:38:36.6 | +3:42.1 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC | 1:39:21.4 | +4:26.9 |
8. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC | 1:41:59.2 | +7:04.7 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 1:42:09.8 | +7:15.3 |
10. | Aaron BURKART | Citroen C4 WRC | 1:44:56.0 | +10:01.5 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 (N) | 1:44:57.1 | +10:02.6 |
12. | Patrik SANDELL | Skoda Fabia S2000 (N) | 1:46:19.9 | +11:25.4 |
13. | Martin PROKOP | MMC Evo9 (N) | 1:46:36.3 | +11:41.8 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 23:41
Rally GB - tilraun nr. 2
Fékk áðan skilaboð frá Danna um að þeir ætli að ræsa í fyrramálið og þíðir það að Andrew er búinn að jafna sig á lyktinni af bráðnuðu carbon kevlar og stuðaraplasti en það var víst það sem hrjáðu þá félaga á fjórðu leið. Þá er bara að vakna í fyrramálið og fylgjast með
Meira á morgun!
Tekið á því í Cambrian rally um síðustu helgi.... Danni style
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 14:44
Sérleið nr. 6 Rally GB
Mikko Hirvoen vinnur lokaleið dagsins og minkar muninn í Sebastien Loeb niður í 5,3 sekúndur og verður það því Loeb sem verður ræstur fyrstur í fyrramálið og það ætti því að vera auðveldara fyrir Hirvonene að fylgjast með millitímum. Petter Solberg hefur tryggt sér þriðja sætið eftir þennan fyrsta dag í keppninni en naumt er það því Dani Sordo er einungis 1,1 sekúndu á eftir honum. Langt bil er í næsta mann sem er Sebastien Ogier og hefur hann samt ekið áfallalaust í dag, þvílíkur er hraðinn á fyrstu mönnum í þessari keppni.
Eyvind Brynildsen leiðir en grúbbu N með 52,3 sekúndur á Jarkko Nikara á Mitsubishi EvoX.
Staðan eftir 1. dag í Rally GB:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 1:15:22.1 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 1:15:27.4 | +5.3 |
3. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 1:16:02.6 | +40.5 |
4. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 1:16:03.7 | +41.6 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 1:18:03.4 | +2:41.3 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 1:18:12.2 | +2:50.1 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 1:18:45.1 | +3:23.0 |
8. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 1:20:16.7 | +4:54.6 |
9. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 1:22:12.2 | +6:50.1 |
10. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S2000 (N) | 1:23:14.1 | +7:52.0 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 14:41
Sérleið nr. 5 Rally GB
Loeb bætir í forystuna sína á þessari leið en bæði hann og Petter Solberg eru báðir fljótari en Hirvonen á þessari stuttu leið og eykst því bilið á milli Hirvonen og Loeb í 6,4 sekúndur, Loeb í vil. Petter Solberg nær með þessum tíma þriðja sætinu af Dani Sordo og munar þar 0,5 sekúndum og hörkuslagur á milli þessara Citroen ökumanna.
Í gr.N er það Patrik Sandell (Skoda Fabia S2000) sem á besta tímann en það er samt Eyvind Brynildsen sem leiðir gr.N og hefur hann 35 sekúndna forystu í þessum flokki. Danni virðist vera í frekari vandræðum og hef ég ekki enn séð tíma á honum á þessari leið og spurning hvað hafi komið uppá á síðustu leið og hvort hann sé yfir höfðuð enn með. Vonum það besta en í versta falli ætti hann að geta startað aftur undir SuperRally reglunum á morgun.
Meira um leið ég hef frekari fréttir.
** Það leið víst yfir aðstoðarökumanninn á leið nr. 4 og var hann fluttur á spítala en mun víst vera að ná sér og spurning hvort hann treystir sér til að ræsa í fyrramálið. Það voru víst einhverjar gufur sem komu inní bílinn sem ollu þessu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 10:43
Sérleið nr. 3 Rally GB
Loeb tekur fullt á því á þessari leið og eykur enn forskot sitt á Hirvonen en núna munar 8,9 sekúndum á þessum tveimur. Sordo hirðir þriðja sætið aftur af Petter Solberg og munar þar 3,4 sekúndum. Ford ökumaðurinn Jari Matti Latvala er búinn að vera í miklum vandræðum í morgun með brotinn framöxul og bremsur einungis að aftan og er hann búinn að tapa miklum tíma en þessa stundina er hann 10. sæti rúmum fjórum mínútum á eftir Loeb.
Í gr.N er það enn Eyvind Brynildsen sem er í forystunni en Daníel er kominn upp í 27. sæti yfir heildina og 10. sæti í gr.N þrátt fyrir að tapa rúmri mínútu á besta tímann í gr.N á þessari leið. Það virðist sem allt sé vandræða laust til þessa hjá honum en núna fara þeir í 15. mínútna þjónustu þar sem einungis má nota þá varahluti sem eru í bílunum.
Staðan eftir SS3:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC | 37:23.2 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 37:32.1 | +8.9 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC | 37:50.9 | +27.7 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen C4 WRC | 37:54.3 | +31.1 |
5. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC | 38:33.2 | +1:10.0 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 39:09.5 | +1:46.3 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 39:15.8 | +1:52.6 |
8. | Mads OSTBERG | Subaru Impreza WRC | 40:05.5 | +2:42.3 |
9. | Conrad RAUTENBACH | Citroen C4 WRC | 40:30.0 | +3:06.8 |
10. | Jari-Matti LATVALA | Ford Focus WRC09 | 41:36.4 | +4:13.2 |
11. | Eyvind BRYNILDSEN | Skoda Fabia S200 | 41:45.7 | +4:22.5 |
27. | Daniel SIGURÐARSON | Mitsubishi EvoX | 43:59.0 | +6:35.8 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)