Færsluflokkur: Íþróttir
4.4.2009 | 22:39
Loeb með góða forystu
Sebastien Loeb leiðir Portúgalska rallið fyrir lokadaginn og hefur hann unnið allar leiðar dagsins en á morgun verða eknar 5 leiðar og hætt við því að Hirvonen þurfi smá kraftaverk ef hann á að ná forystunni af Loeb og verður gaman að fylgast með slag þeirra en samt er enn meira gaman að sjá slaginn um 5. sætið á milli H.Solberg og Wilson og svo slagurinn um 7. sætið ekki síður spennandi en þessar fjórar áhafnir hafa verið að berjast um sekúndubrot í allan dag.
Staðan eftir annan dag rallsins:
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 2:56:15.6 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 2:56:42.4 | +26.8 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 2:57:12.0 | +56.4 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 2:58:03.5 | +1:47.9 |
5. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 2:59:38.5 | +3:22.9 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 2:59:39.4 | +3:23.8 |
7. | Evgeny NOVIKOV | Citroen C4 WRC08 | 3:01:15.0 | +4:59.4 |
8. | Mads OSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 3:01:15.8 | +5:00.2 |
Í P-WRC er heimamaðurinn Armundo Araujo nánast búinn að tryggja sér sigur í þessu ralli en hann hann hefur rúmlega 2 mínútna forystu á næsta mann sem er Eyvind Brynildsen. Þriðji er Martin Prokop eftir mjög taktíska keppni. Patrik Flodin tók forystuna fyrr í dag en hann velti Subaru bíl sínum en heldur samt enn 4. sætinu en hann er rúmum níu mínútum á eftir Araujo!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 11:57
Loeb tekur fyrsta sætið af Hirvonen
Eftir að hafa klárað 3 leiðir af 6 sem eknar verða í dag þá er Sebastien Loeb kominn í forystu í Portúgalska rallinu en Hirvonen er stutt á eftir. Hirvonen verður áfram fyrsti bíll á veginum en nú ætti ekki vera nein lausamöl á veginum og aðstæður jafnari þegar þeir aka sömu leiðar og þeir óku í morgun aftur. Sordo hefur dregist aðeins aftur úr þessum tveim og Petter Solberg hefur erft fjórða sætið af Gronholm eftir að hann ók útaf í morgun. Henning Solberg sækir að Wilson í slagnum um fimmta sætið og Ostberg náði sjöunda sætinu af Novikov á síðustu leið. Núna er viðgerðarhlé en síðar í dag aka þeir aftur sömu þrjár leiðarnar og voru eknar í morgun og verður gaman fylgjast með slagnum um fyrsta sætið.
Staðan eftir sérleið nr.10
1. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 2:10:24.7 | 0.0 |
2. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 2:10:31.6 | +6.9 |
3. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 2:11:02.2 | +37.5 |
4. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 2:11:50.2 | +1:25.5 |
5. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 2:12:36.9 | +2:12.2 |
6. | Henning SOLBERG | Ford Focus WRC08 | 2:12:57.9 | +2:33.2 |
7. | Mads OSTBERG | Subaru Impreza WRC08 | 2:14:08.5 | +3:43.8 |
8. | Evgeny NOVIKOV | Citroen C4 WRC08 | 2:14:10.0 | +3:45.3 |
Í P-WRC er Patrik Flodin (Subaru) kominn í forystu en Armando Araujo (Mitsubishi) er 11 sekúndum á eftir honum og svo er Eyvind Brynildsen (Mitsubishi) enn í þriðja sæti, 28 sekúndum frá Flodin
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 10:10
Gronholm úr leik?
Marcus Gronholm virðist fallinn úr leik í Portúgalska rallinu en hann skilaði sér ekki út af fyrstu leið dagsins.
Marcus keyrði víst út af og skemmdi framendan á Subaru bíl sínum og þegar hann hélt áfram kveiknuðu viðvörunarljós bæði fyrir vatns og olíuhita. Við þetta er ljóst að Marcus klárar ekki þetta rall í topp sæti eins og vonast var eftir gærdaginn þegar hann var að sína frábæra tíma eftir langt hlé.
Sebastien Ogier féll einnig úr leik á fyrstu leið dagsins með bilaðan stýrisbúnað og féll hann við það úr 6. sætinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 16:37
Hirvonen leiðir eftir fyrsta dag í Portúgal
Mikko Hirvonen leiðir Portúgalska rallið eftir að 7 leiðar hafa verið eknar og hefur hann 15 sekúndu forystu á Dani Sordo þegar keppni hefst að nýju í fyrramálið. Heimsmeistarinn Sebastien Loeb er þriðji og hafði hann fram úr Marcus Gronholm á síðustu leið dagsins. Petter Solberg hefur verið að keyra nokkuð þétt í dag og eins Sebastien Ogier sem hefur verið að ná mjög góðum tímum inná milli en hann hefur verið aðeins mistækur.
Staðan á efstu mönnum er svona:
1. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 1:24:12.6 | 0.0 |
2. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 1:24:27.6 | +15.0 |
3. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 1:24:30.6 | +18.0 |
4. | Marcus GRONHOLM | Subaru Impreza WRC08 | 1:24:38.5 | +25.9 |
5. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 1:24:54.8 | +42.2 |
6. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 1:25:16.6 | +1:04.0 |
7. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 1:25:27.2 | +1:14.6 |
8. | Evgeny NOVIKOV | Citroen C4 WRC08 | 1:25:46.3 | +1:33.7 |
Í P-WRC er það heimamaðurinn Armando Aurujo (Mitsubishi Lancer Evo9) sem leiðir eftir fyrsta daginn og norðmaðurinn ungi Eyvind Brynildsen (Mitsubishi Lancer Evo9) er annar. Þriðji er svíinn Patrik Flodin (Subaru Impreza N14) en dagurinn hefur verið dramtískur því Patrik Sandel (Skoda Fabia S2000) sem leiddi P-WRC fyrir þessa keppni ók útaf í gær þegar hann var í forystunni og sá sem tók við forystunni á eftir honum, Nasser Al-Attiyha, féll einnig úr leik með bilað stýri.
Michael Kusciuszko (Suzuki Swift) leiðir J-WRC eftir fyrsta daginn og í öðru sæti er Yoann Boanto (Renault Clio) og þriðja sæti er Kevin Abbring einnig á Renault Clio.
Íþróttir | Breytt 4.4.2009 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 15:15
Hvað verður með Latvala?
Latvala hefur viðurkennt að framtíð hans hjá Ford sé óljós eftir að hafa velt Ford Focus bílnum í morgun og tekur Malcolm Wilson liðstjóri Ford liðsins undir það og segir að hann verði að setjast niður eftir þessa keppni og hugsa alvarlega um hvernig brugðist verður við en Latvala hefur bara lokið einni keppni í ár á stóráfalla.
Latvala segir að veltan hafi verið eftir að hann kom að blindhæð þar sem hann hefði átt að hægja á sér fyrir hæga beygju sem var eftir blindhæðina en þar sem hann gerði það ekki þá fór hann utan í bakka og velti svo bílnum yfir vegrið. "Ég virðist eiga við smá vandamál að etja þar sem ég vill ekki bremsa nema þegar ég sé að ég þarf að hægja á mér" sagði Latvala og minnir þetta óneitanlega á vissan og ónefndan Steingrím Ingason, kannski þeir séu skildir!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2009 | 14:19
Sordo leiðir í Portúgal
Dani Sordo leiðir Portúgalska rallið eftir að 4 leiðar hafa verið eknar. Rúmum þremur sekúndum á eftir honum er gamli jaxlinn Marcus Gronholm og í þriðja sæti er Mikko Hirvonen en hann er 6,4 sekúndum frá fyrsta sætinu. Loeb tapaði tíma á fyrstu leið í morgun við smá útafakstur en hann hefur verið sækja í sig veðrið og er hann núna í fjórða sæti. Petter Solberg er fimmti og segist vera að tapa tíma á hröðustu köflum þar sem hann sé ekki með jafn mikið afl og nýrri bílarnir. Latvala var í forystu í þessu ralli en á síðustu leið fyrir hádegið velti hann alveg rosalega og eru hann og hans aðstoðarökumaður ómeiddir en það sama verður ekki sagt um Fordinn.
Staðan á efstu mönnum eftir 4 leiðar:
1. | Dani SORDO | Citroen C4 WRC09 | 43:14.6 | 0.0 |
2. | Marcus GRONHOLM | Subaru Impreza WRC08 | 43:17.8 | +3.2 |
3. | Mikko HIRVONEN | Ford Focus WRC09 | 43:21.0 | +6.4 |
4. | Sébastien LOEB | Citroen C4 WRC09 | 43:37.3 | +22.7 |
5. | Petter SOLBERG | Citroen Xsara WRC06 | 43:53.0 | +38.4 |
6. | Matthew WILSON | Ford Focus WRC08 | 44:03.5 | +48.9 |
7. | Evgeny NOVIKOV | Citroen C4 WRC08 | 44:04.7 | +50.1 |
8. | Sébastien OGIER | Citroen C4 WRC08 | 44:10.7 | +56.1 |
Gronholm hefur engu gleymt
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 14:56
Rally de Portugal - shakedown
Hérna eru tímar á fljótustu mönnum úr shakedown í morgun. Mikið gekk á og til dæmis krassaði Conrad Rautenbach Citroen bíl sínum en reiknað er með að hann verði tilbúinn fyrir ræsingu, viðgerður og fínn. Ekki lítur eins vel út með 2 Fiat Abarth Grande Punto S2000 bíla sem krössuðu einnig í morgun og verða þeir líklegast ekki með. Latvala var manna fljótastur en P.Solberg er rétt á eftir honum. Ford liðið og Citroen liðið mæta bæði með 2009 útgáfur af sínum bílum í þessa keppni. Báðir ökumenn Citroen liðsins fóru einungis tvær ferðar í morgun og þeir með 7. og 8. bestu tímanna. Gronholm er 12. á sínum Subaru bíl eftir langt hlé frá keppni og verður fróðlegt að fylgjast með honum um helgina og á hann eftri að bæta mikið í þegar keppnin fer af stað fyrir alvöru.
Shakedown tímar:
1 | Jari-Matti Latvala | Ford Focus WRC09 | 3:08,1 |
2 | Petter Solberg | Citroen Xsara WRC06 | 3:08,2 |
3 | Mikko Hirvonen | Ford Focus WRC09 | 3:10,5 |
4 | Matthew Wilson | Ford Focus WRC08 | 3:11,9 |
5 | Evgeny Novikov | Citroen C4 WRC08 | 3:12,2 |
6 | Henning Solberg | Ford Focus WRC08 | 3:12,4 |
7 | Sebastien Loeb | Citroen C4 WRC09 | 3:13,1 |
8 | Dani Sordo | Citroen C4 WRC09 | 3:13,3 |
9 | Mads Ostberg | Subaru Impreza WRC08 | 3:13,6 |
10 | Fredirico Villagra | Ford Focus WRC08 | 3:13,7 |
11 | Sebastien Ogier | Citroen C4 WRC08 | 3:14,0 |
12 | Marcus Gronholm | Subaru Impreza WRC08 | 3:17,0 |
Spekingar spjalla
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2009 | 17:05
Rally sumarið 2009
Nú þegar hlýnar í lofti þá er nú svo komið að fiðringurinn sem byrjaði gera vart við sig um áramótin er farinn að leyta niður eftir hægri fætinum og er ég eflaust ekki sá eini sem þannig er komið fyrir. Þá er það auðvitað þannig að á þessum tíma eru helstu kjaftasögurnar á fullu og Gróa á Leiti iðin við að segja og búa til sögur.
Menn (og konur líka, þær eru jú menn) eru farnir að velta fyrir sér hverjir verða með í ár og á hvaða bílum, hverjir hafi selt bíla og hverjir hafi keypt bíla og svo allt þar á milli. Meistarar síðasta árs, þeir Sigurður Bragi og Ísak, verða sennilega ekki mikið með í ár en Siggi Bragi er víst ekki með fulla heilsu til að hamast á íslenskum malarvegum en vonandi komum við til með að sjá þá félaga í einni eða tveimur keppnum í ár. Jón Bjarni ók hratt í fyrra með Borgar Ólafs sér við hlið en Jón Bjarni kemur til með að verða með nýjan aðstoðarökumann í ár því Borgar hefur ákveðið að taka sér pásu og sinna fjölskyldunni eitthvað þetta sumarið. Búast má samt við að Jón Bjarni á sínum Mitsubishi Lancer Evo 7 verði hraður eftir sem áður og því nokkuð víst að aðrir þurfi að bæta í ef þeir ætla að halda sama hraða og Jón Bjarni var að sýna í fyrra. Valdimar Sveinsson er búinn að gefa út að hann muni mæta í allar keppnirnar í ár en stóra spurningin er hvort hann verður á sínum Subaru bíl eða hvort hann muni mæta með annan bíl en persónulega finnst mér að hann eigi eftir að bæta hraða sinn töluvert á þessum bíl áður en hann fer að skipta. Kannski hann sjái það líka í lok ársins. flestir ökumenn mæta á sömu bílum og þeir óku í fyrra en þar má nefna Fylkir A. Jónsson (Subaru Impreza STI N8), Páll Harðarson (Subaru Impreza STI N12) og einnig Jóhannes V. Gunnarson (Mitsubishi Lancer Evo7). Þessir þrír ökumenn geta allir sýnt góðann hraða en hafa stundum verið full mistækir og því erfitt að sjá hvar þeir verða í röðinni í ár. Eftir er að koma í ljós hvort að við sjáum ökumenn eins og Sigurð Óla (Toyota Celica GT-4), Guðmund Höskuldsson (Subaru Impreza) og Ragnar Einarsson (Audi S4) í öllum keppnum sumarsins en ég á fastlega von á að Guðmundur Höskuldsson muni sýna hraða sem kemur á óvart. Þórður Bragason ætlar að mæta einnig í einhverjar keppnir sumarsins en ennþá er óvíst hvort það verður á Mazda 323 eða Mitsubhishi Lancer Evo 8. Inní þessa upptalningu vantar Pétur S. Pétursson bakaradreng (Mitsubishi Lancer Evo6) en ekkert hefur heyrst af hans áformum fyrir þetta sumarið en Pétur var svo sannarlega spútnik ökumaður síðasta árs.
Af eindrifs áhöfnunum má búast við Guðmundi Snorra í öllum keppnum sumarsins á Peugeot 306 og þeim Hafsteinssonum á sínum Focus sem hefur verið massaður eftir veltu í fyrra og svo má ekki gleyma ungu drengjunnum en bæði Júlíus (Honda Civic) og Magnús (Toyota Corolla) eiga eftir að bæta sinn hraða í sumar. Ekki má má gleyma Hlöðveri Baldurssyni en hann mætir aftur á Toyota Corolla bíl sem sonur hans á núna en þennan bíl þekkir Hlöðver vel enda keppti hann á honum fyrir nokkrum árum en þetta er sami bíll og Ólafur Ingi ók í fyrra til titils bæði í 2000 flokki og nýliða flokki.
Endilega að bæta inní athugasemdir því sem ég er að gleyma í þessari upptalningu og eins fréttum frá Gróu því ég er ekki mikið inní skúrum hjá mönnum og heyri því ekki nema lítinn hluta af þessum annars ágætu sögum hjá henni Gróu á Leiti.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2009 | 17:47
Breska meistarakeppnin - fyrsta umferð
Danni er með flotta grein um Bulldog rallið sem fór fram í gær
Sjá nánar hér: http://hipporace.blog.is/blog/hipporace/entry/840600/
Írinn ungi, Keith Cronin, sigraði í gær á sínum Evo 9
Gaman verður að sjá hvað ungu ökumennirnir gera í ár en hjarta mitt slær nú samt aðeins meira með Mark Higgins, kanski vegna þess að hann var að byrja að keppa á svipuðum tíma og ég - við gömlu mennir verðum nú að standa saman ...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2009 | 08:25
Rally de Portugal
Helgina 2. - 5. apríl fer fram fjórða umferð heimsmeistarakeppninar og fer hún fram að þessu sinni á malarvegum Portúgals og eru 75 áhafnir skráðar til leiks en þessi keppni, eins og sú síðasta, telur bæði í P-WRC og J-WRC. 19 WRC bílar eru skráðir til leiks og er helsta fréttin sú að Marcus Gronholm mætir nú til leiks eftir að hafa ekki keppt í WRC í rúmt ár en hann keppir fyrir Prodrive að þessu sinni og mætir með Subaru Impreza WRC08 sem hefur verið lítilsháttar uppfærður og verður afar fróðlegt að sjá hvernig honum mun ganga í þessari keppni. Toppslagurinn verður eftir sem áður á milli Ford og Citroen en Mikko Hirvonen (Ford) er mikið í mun að Sebastien Loeb (Citroen) sigri ekki nú fjórðu keppnina í röð og bíst ég við hörkukeppni milli þessara tveggja ökumanna en jafnframt á ég von á að Jari-Matti Latvala (Ford) verði á undan Dani Sordo (Citroen). Fyrir aftan þessa ökumenn verður afar forvitnilegur slagur þar sem margir koma til greina en meðal þeirra má nefna Petter Solberg (Citroen), Marcus Gronholm (Subaru), Mads Ostberg (Subaru), Sebastien Ogier (Citroen) og einnig Henning Solberg (Ford) en honum er mikið í mun að ná betri árangri heldur hann var með í síðustu keppni en hann féll úr leik á leið til fyrstu sérleiðar eftir að hafa lent í árekstri á fyrstu ferjuleið.
Í P-WRC eru 17 keppendur skráðir til leiks en helst er að nefna sigurvegara fyrstu tveggja umferðanna í P-WRC en það svíinn Patrik Sandel (Skoda Fabia S2000) en einnig má búast við að heimamaðurinn Armando Arujo (Mitsubishi Evo9), tékkinn Martin Prokop (Mitsubishi Evo9) og svínn Patrik Flodin (Subaru Impreza N14) muni verða rétt á hæla honum en einnig geta Kvatarmaðurinn Nasser Al-Attiyah (Subaru N14) og norðmaðurinn ungi Eyvind Brynildsen (Mitsubishi Evo9) blandað sér í toppslaginn að þessu sinni. Þessi keppni er jafnframt fyrsta keppnin fyrir Pirelli Star drivers en það eru fimm ungir ökumenn sem unnið hafa rétt til að keppa í fimm keppnum, allir á eins Mitsubishi Lancer EvoX (10) bílum sem eru allir útbúnir eins og smíðaðir af Ralliart á Ítalíu sem jafnframt sér um rekstur og viðhald.
Í J-WRC eru 7 keppendur skráðir til leiks og fyrirfram er það pólverjinn Michal Kosciuszko (Suzuki Swift) sem er líklegastur til að sigra hér en ítalinn Alessandro Bettega (Renault Clio) er líklegur til að vera næstur honum og tilbúinn að hagnast á öllum mistökum sm Kosciuszko gerir.
Íþróttir | Breytt 24.3.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)